Skelltum okkur í blíðskaparveðri (allavega á þingvöllum var það gott) upp á langjökul. Veðrið var logn og sól á þingvöllum en breyttist fljótt í 20 metra á sekúndu og 18 stiga gaddur...Sem gerði heljarins fok og lítið um skyggni. Ég var að prufa 38 "Mickey Thompson Baja Claw Radial dekk undir mínum í fyrsta sinn.... Svaka flott dekk nema þau eru alveg handónýt nema vera með valsaðar felgur. Ég var ekki með valsað og missti allt loft úr tveimur dekkjum og nærri því affelgaði upp á jökli.. svaka gaman að lenda í því í skafrenningi (20metrar/sek) og 18 stiga gaddi... En góð ferð og drifgetan mjög góð á þessum dekkjum þangið til þau fóru að missa loft. Jæja núna er ég búinn að valsa felgurnar og reyni aftur við þessi dekk á næstunni. Jæja færið var mjög auðvelt inn að skjaldbreið síðan tók það að þyngjast þegar nær dróg jökli og ekki bætti 10 metra skyggnið úr því.