Fórum á Langjökul í góðu veðri en svo skall á brjálað veður en við komumst öll hjálparlaust niður aftur en einhverjir sem voru upp á Jökli þurftu hjálp frá björgunarsveitum vegna veðurofsans. þetta var frábær ferð svona í minninguni en var kanski ekki eins frábær og þegar veðrið var verst, sérstaklega þar sem ég var með tvær 11 ára stelpur með mér í bílnum og þegar það þarf að bíða í bílnum þá koma upp ýmis vandamál. þá getur verið gott að vera vel búin eins og við vorum þó að aðeins um dagsferð sé um að ræða; svefnpoki, teppi, nægur matur og ef veður er svo slæmt að ekki er hægt að fara út úr bílnum til þess að létta á sér þá er gott að hafa ílát klárt við hendina. Einu ferðirnar sem eitthvað skilja eftir eru ferðirnar sem maður lendir í einhverjum ævintýrum, ég er yfirleitt fljótur að gleyma ferð ef ekkert kemur uppá.