Góður hópur 4x4 félaga hófuðu sig saman á síðu klúbbsins og ákváðu að aka sem leið lá upp á Langjökul. Um 12 bílar lögðu á stað upp Kaldadal inn að skálanum Jaka, þaðan var haldið upp á jökulinn. Sex bílar úr hópnum fóru í fullri inngjöf alla leið upp á Hábungu, svo mikil voru lætin að þeir týndu restini af hópnum. Eftir að búið var að virða fyrir sér útsýnið á Hábungu ákvað hópurinn (6 bílar) að halda áfram inn í Þursaborgir. Eftir um eins á hálfs tíma stím báru Þursaborgir fyrir sjónum manna, eins tignalegt og fjallið er. Ekki var um nokkurt annað að ræða en að halda áfram ævintýrunum með því að keyra áfram frá Þursaborgum sem leið lá niður að jökli við Skálpanes. Ferðin gekk vel í alla staði, færið var ágætt, þunkt á köflum, lítið var um festur. Sem dæmi má nefna að Toyota LC90 bíll minn á 38" fór með einn tank í ferðina og eyddi um 75 lítrum frá RVK til RVK, reiknaðist það út sem eyðsla upp uþb 28 ltr. pr. 100km/h.