Fórum á fjórum bílum upp frá Jaka og á hájökulinn.
Fyrstan skal frægan telja Stebba úlf á Pajero 38" og fylgifiskar hans vorum við, þ.e. Stjáni og Nína á Landrover Defender 38" sem er eitt undratæki frá vinum okkar Bretunum (eða var undrabílstjóri við stýrið), Óli (Hjólbarðinn) á Nissan Terrano 35" og undirritaður ásamt Steinarri bróður á Jeep Comanche 38" (Búbbúlínu) Færi þungt, frosin skán á snjónum, mannheld en bílarnir þurftu að brjóta sig áfram. Flott ferð eins og meðfylgjandi
myndir sanna áþreifanlega.