Við ætluðum með Benna og Luther að reyna að
hjálpa þeim sem misstu jeppana sína niður og vorum að leggja af stað frá Select á 2-46" og 1-49" þegar að við vorum látnir vita að það væri verið að bjarga bílinum á þurrt.Við vorum öll mjög
glöð að heyra það en vorum hins vegar ekki til í
að fara heim þannig að við ákváðum að fara
upp í Húsafell og yfir Langjökull og gista á
Hveravöllum og keyra svo kjöl til baka daginn
eftir en þar sem að Fordinn hans Luthers bilaði rétt hjá Þursaborgum og við þurftum að
skilja hann eftir þar um nóttina var ákveðið að
fara sömu leið heim og reyna að koma honum til byggða sem við og gerðum.Það tók
c.a 4 tíma að draga hann yfir jökulinn í hrikalega þungu færi og stóð kall greyið á
sílsabrettinu í þessa 4 tíma og reyndi að stýra
þar sem Fordinn var alveg dauður enginn
miðstöð eða neitt.Með í för var líka góður ferða
félagi sem heitir Gísli og ekur Patrol með 6,5
gm og er á 44" með öllu og Goggi var með luther.Þetta var frábær ferð
með frábæru fólki :)))