Fór af stað á laugardaginn 11. desember upp frá Jaka yfir Langjökul til Hveravalla. Mjög mikill púðursnjór og þungt færi var norður fyrir Þursaborg og Péturshorn. Fór niður við Oddnýjahnjúk og með girðingunni og gisti á Hveravöllum. Einn bíll var þar fyrir sem kom Kjalveg. Fórum suður Kjöl og nægur snjór um allt þótt blotnað hafði á ákveðnum svæðum. Sunnan við Bláfell voru komnir myndarlegir skipaskurðir.