Ferðasagan mín. Ég fór með litlu deildinni á Langjökul, hittumst öll við Select og vorum talin vera um 28 bílar sem lögðum af stað og voru flestir á 35t og 38t það voru innan við 6 bíla sem voru á minni dekkjum. Stoppað var á Þingvöllum til að þétta saman hópinn og var keyrt eins og leið liggur á Kaldadal. Stoppað á leiðinni og hleypt úr dekkjum. Fljótlega eftir það fóru að vera skaflar á veginum sem reyndust flestöllum auðveldir nema mér. Þurfti að draga mig tvisvar upp úr, að vísu var einn bíll með mér í för þar sem flestir voru farnir á undan okkur, fórum frekar hægt yfir vegna gangtruflana en okkur miðaði samt vel áfram. Skiluðum okkur uppað Þurfti draga mig 1 upp brekkunni neðan skálanum Jaka og var lagt á jökul. Að vísu gekk Cheroki-inum svolítið illa einnig vegna gangtruflana og var ekki kominn að þegar var lagt í'ann. Var farið frekar geyst yfir og varð að lokum ég sem dróst aftur úr og ákvað að verða eftir efst í brekkunni og horfði á eftir hinum fara í burtu. En ég var sáttur við mína frammistöðu og fór lengra heldur en margur gerði ráð fyrir, lék mér þarna í hlíðinni við að spóla og spæna ásamt því að leika við hundinn minn. Ákváðum að bíða eftir hópnum þar til hann kæmi til baka. Veit ekki hvernig þeim gekk til að byrja með en vinafólk mitt kom og sagði mér hvernig framvindan var og voru menn að festa sig vítt og breytt um jökulinn og hafði veður eitthvað versnað. Þau ákváðu að fara aftur að hitta hópinn en ég ákvað að fara aftur niður að jökli. Það gladdi mig mjög það sem ég heyrði í talstöðinni, það sem menn voru að tala um undirritaðan og læt ég það ekki fara hér inn þar sem ég ætla að hafa það fyrir sjálfan mig.
Kv. mhn