Sunnudaginn 3 Des fórum við með Artic Trucks mönnum til þess að reynsluaka Nissan Navara 38" í eigu Skúla sem var að koma nokkuð vel út.Var lagt af stað kl 10 frá Artic uppí mosó á olís stöðina þar sem restinn af hópnum beið og það var keyrt til þingvalla og upp að vörðu og þaðan inn að skjaldbreið og þaðan inná langjökul.Ferðinn gekk mjög hægt vegna þess að það er nánast snjólaust alla þessa leið upp að jökklinum :( og ömurlegt að hossast allan tíman á litlum hraða.Á jökklinum var ágætt færi fyrst en svo mjög þungt c.a. 2-3 pund hjá öllum en samt mjög gaman.Gott fólk og geggjað veður :) Takk fyrir okkur kveðja Sæmi og Hrönn