Fórum í Húsafell á laugardegi í bústað og skruppum svo yfir Langjökul á sunnudeginum. Átti bara að vera leiðin heim en færið var mjög þungt og engin ferðatölva meðferðis þannig að í skafrenningnum gekk hægt. Þurftum að snúa við í Meyjarsætinu vegna skafls og enduðum í Lundarreykjadal sökum brotinnar stífufestingar.