Fór á föstudegi 19 jan úr bænum og norður Kjöl ásamt frúnni til að reyna að ná Gunna Júl og Páli Daníel sem höfðu farið fyrr um daginn af stað frá Reykjavík. Ég náði þeim um 11 leitið rétt handan Blöndu og var ferðinni heitið í Ingólfsskála um kvöldið og áformað var að fara á laugardeginum í Laugarfell og svo á sunnudeginnum í Setrið, Kerlingarfjöll og aftur heim. Allt gekk þetta eftir og var hin mesta skemmtun. Eftirfarandi myndir eru í bland teknar af Jörgen ferðafélaga Gunna Júl. og mér.