Þetta var sérstök ferð, bílar heltust úr lestinni í massavís, nokkrir komust aldrei út úr bænum, Mikki refur var þar á meðal. Einn sneri við í Húnavatnssýslunni. Ég fékk far á síðustu stundu með Helga á Cruiser og Óli og Stefanía tóku Hugrúnu. Hundarnir voru keyrðir í pössun í loftköstum. Fórum þjóðveg eitt norður og upp á Kjalveg í skálann Áfanga við Blöndulón. Þaðan var farið með nokkrum bras-stoppum inn að miðju Íslands. Hittumst þar úr nokkrum áttum og var talsverður bílafjöldi á staðnum. Þarna losuðum við þetta fína stuðlaberg sem reisa á þarna á miðjunni. Síðan tvístraðist hópurinn og ég fór með austur fyrir Hofsjökul og áfram í erfiðu færi og síðan í erfiðu veðri líka. Komum niður í Nýjadal og íhuguðum að gista þar en ákváðum að það væri hlýrra að djöflast niður úr í Hrauneyjar. Þegar hins vegar var komið að afleggjaranum inn á Sóleyjarhöfða var bæði veður og færð orðin mikið betri og fórum við flest inn í Setur, nokkrir bílar fóru áfram í Hrauneyjar og svo í bæinn. Við urðum að skilja Ford eftir á Sprengisandi en allir hinir komust á endanum í bæinn. Það var nokkuð grýtt hluta af leiðinni og náðist að rífa þrjú dekk, beygja stýrisstangir, gata olíutank og beygja hásingu á þessu en við vorum hress og komum svo aftur Sóleyjarhöfðann og Hrauneyjar í bæinn. Frábær ferð.