Ákváðum að skella okkur á miðju Íslands frá rvk á laugardagsmorgun og heim aftur þann sama dag. Lagt var af stað frá rvk kl 7:00 og mættir í hrauneyjar rétt yfir 9:00. Þaðan lá ferðin norður eftir sprengisandi og loks tekin stefnan á Illviðrahnjúka þar sem miðjan er nálægt. Er við nálguðumst miðjuna sáum við að skagfirðingar höfðu plantað sér rétt við miðjuna, væntanlega bíðandi eftir stjórnar ferðamönnum. Við urðum því miður að leggja af stað heim aftur þar sem þorrablót beið eftir mönnum og tíminn rétt nægur til að komast í bæinn aftur.
Tímaplan.
Úr bænum kl 7:00 , Hrauneyjar 9:20, Miðjan 14:30, Hrauneyjar 19:30, Reykjavík 22:00...

Lenti reyndar í því að vélsleðamaður reyndi að keyra mig útaf veginum með kerrunni sinni og eyðilagði brettakant á bílnum mínum og skar framdekkið inn að striga... Menn eru nú alveg ótrúlegir.