Jeppaklúbbur Útivistar á ferð, fórum norður yfir Mýrdalsjökul í vondu skyggni og leiðindaveðri á laugardegi, veðrið skánaði þó mikið þegar við komum niður á Mælifellssandinn. Smá basl að komast yfir lækina sem voru á kafi í snjó og sumstaðar háir bakkar. Gistum í Strút, átum hreindýrasteik, og eftir ágæta nótt var lagt af stað til baka. Veðrið gott og færið var frábært alla leið yfir jökulinn og niður af Fimmvörðuhálsi að Skógum.