Hjálparsveitin sá um nýliðaferðina 2011. Sveitin fékk til liðs við sig Samma fyrrverandi formann nefndarinnar og núverandi stjórnarmann í félaginu. Hann tók að sjálfsögðu að sér að vera fararstjóri og gerði það frábærlega eins og hans er von og vísa. Ferðin var frá 2-4. des.en áður var haft kynningar- og fræðslukvöld þar sem ferin var kynnt og menn spreyttu sig við að tappa dekk.
Farið var í Hólaskóg 2. des, síðan um vaðið við Sóleyrarhöfða í Setrið 3. des og svo Klakksleiðina niður að Gullfossi 4. des. Ferðin þjóaði vel tilgangi sínum að kynna jeppaferðir félagsins. Snjóað hafði undanfarið og mikið frost hafði verið þannig að allt var freðið. Þarna fengu menn að reyna sitt af hverju tagi, bilanir, affelganir, dekkjarif og tilheyrandi töppun. Unnu menn frábærlega saman að því að brjótast áfram hægt en örugglega. Jeppamenn á jeppum með hjólbarða yfir 40" voru óþreytandi við að aðstoða þá sem minna máttu sín. Þannig eiga félagar að vera.
Í ferðina voru í byrjun skráðir 6 nýliðabílar auk bíla Hjálparsveitar og Samma,
Þetta var að mínu mati skemmtileg ferð og hafi menn farið sem nýliðar komu menn til sín heima bísna reyndir og færir í flestan sjó.
Heim voru allir komnir að morgni 5. des. Undirritaður kom heim kl. 5 að morgni mánudagsins.