Var að skoða ákveðna vefsíðu þegar ég rakst á þennan til sölu.
Þetta er 1984 módel af Econoline sem kviknaði í vélarrýminu c.a. ´87-´88, þá var hann úti.
Var fluttur hingað til lands í því ástandi c.a. 1990 og settur inn í skemmu austur í Vík og sett undir hann framdrif, millikassi og önnur vél.
Síðan var verkefnið sett í dvala eða þar til ég sá hann auglýstann. Niðurstaðan er 25 ára gamall bíll, með orginal lakki, algjörlega óryðgaður.
Það sem er eftir að gera er að sandblása vélarrými og mála, græja rafmagn, bremsur ofl.