Fórum í þungu færi og frábæru veðri rétt fyrir jól með 1.000 lítra af olíu aftan í kerru í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Nóni dró kerruna og við Reynir skiptumst á að troða slóð á undan. Nýju Pitbull 44"x19,5" dekkin hans Nóna virkuðu reyndar svo vel, að þrátt fyrir þungt færi og djúpt púður þá var hann ekki í meiri vandræðum en við kerrulausir.