Fórum á tveimur jeppum og einum sendibíl inn á Sprengisand í prufutúr. Sprinter Palla og Rubicon Gumma höfðu ekki verið prufaðir í snjó áður. Sprinterinn kom virkilega á óvart og er alveg að skít virka. Rubicon stóð sig ágætlega þegar búið var að hleypa öllu loftinu úr honum, en þetta var færi þar sem 44" naut sín vel útaf grjóti . Menn voru þó sammála um að þetta væru ekki Pæjeró færi.