Ég var að skifta út klöfunum og flexitoronum fyrir hásingu og gorma. Gekk ótrulega vel og til þess að gera mjög lítið mál.
Ég var reynda með mjög góðan smið með mér til halds og trausts.
Vinnan tók 2 daga og 2 kvöld, fyrir 2 menn. Eitt kvöld að rífa undan drif og fl. sem hægt var að fjarlægja án þess að gera bílinn ekki ferðahæfan og annað hvöld til þess að skera undan festingar fyrir klafa.
Þetta var ekki dýr aðgerð og sennilega ekki dýrara en að kaupa alla stýrirsenda, upphengju og nafstúda í klafadótið, en það var allt orðið úr sér gengið hjá mér.
Mestu máli skiftir að fá góða hásingu undan LCII sem ekki þarf að gera mikið fyrir.
Ég mæli með viðskiftum við Jamil á Rauðavatni, mjög gott að eiga við kallinn með að fá alla hluti á sangjarnan pening.
Einnig er Sigurður Kárason mjög handtakafljótur smiður, vel vanur og ódýr.