Þar sem allt er nú á kafi í snjó er ekki úr vegi að draga fram gamlar myndir af sand-skíðamennsku undirritaðs sumarið '87 í fjörunni við Þorlákshöfn. Notuðum fyrsta jeppann sem ég eignaðist til dráttar í fjörunni. Töluvert meira viðnám í sandinum en snjónum, svo harðsperrur voru miklar eftir þennan dag. Þessi forláta Scout var hækkaður upp með Ranco fjöðrum og undir fóru 36" radial mudder frá Benna, sem þá var að byrja að flytja þessi dekk inn. No spin aftan og framan, ekkert stoppaði hann í þá daga, fyrr en lítill hálkublettur velti okkur út af veginum á Kjalarnesi.