Fórum úr Hrauneyjum um 7leytið á föstudagskvöldinu og vorum komnir í Setur um kl 1 um nóttina. Veðrið var hundfúlt á leiðinni, en þegar við áttum 3-4km eftir skall á blíða. Vorum í húsinu að mestu á laugardeginum en á sunnudeginum reyndum við að fara heim Klakksleið, en kl 14 ákváðum við að snúa við og fara Sóleyjarhöfðann vegna tímaskorts. Það var mikill snjór í Kisubotnum og hefðum við þurft að spila okkur sennilega upp brekkurnar. Við vorum á 6 44" bílum með öllu og einum 38" 4runner 3L dísel með röri að framan, hörkugóður bíll.