Vaskir drengir fóru á laugardags morgni á Strút að skoða endurvarpa rás 44. Farið var um Þingvöll og þaðan um Kaldadal, veðrið var eins og bezt getur verið. Þingvellir skörtuðu fallegum haustlitum.
Á toppi Strúts (932m) var nánast logn en það andaði köldu frá jöklinum þannig að húfan og vetlingarnir voru hafðir á. Því miður var skyggnið ekki gott sökum misturs.
Markmið ferðarinnar var að skoða aðstæður og ástand búnaðar, en þegar komið var á staðinn fundum við leifar af gömlum endurvarpa búnaði og var hafist handa við að taka það niður og fara með í bæinn, rafgeymar og rafgeyma kassin verða að bíða seinni tíma.
Guðjón dró upp gokittið sitt og náði nokkrum samböndum með heimatilbúið net fyrir 20 metrana, og 100W HF stöð. Var hann í góður sambandi og segir sagan að hann hafi heyrt í Hawaii.