Sumarferð JÖFRÍ 1.-2. júlí. Lagt var upp frá Select, kl. 8:30 á laugardagsmorgni 1. júlí. Þema ferðarinnar var ummerki um forsöguleg hamfarahlaup í Markarfljóti. Fararstjórar voru Guðrún Larsen og Magnús Tumi Guðmundsson. Ekið var austur í Fljótshlíð í Drumbabót, skoðuð ummerki um hamfarahlaup í Markarfljóti, m.a. í Lausöldu, Tröllagjá, Markarfljótsgljúfrum og Emstrum. Gist var í tjöldum í Hvanngili.