Þessi helgi fór meiriháttar vel fram, menn komu þarna til að skemmta sér og hafa gaman af því sem boðið var uppá sem tókst vonum framar. Á laugardeginum var boðið uppá bíltúr um sveitina og sagðar sögur af viðkomandi stöðum. Síðan voru menn að reyna sig á rampinn og tacoma menn sýndu bíla sína. Kvöldvaka með söng og gleði, varðeldur, reipitog fyrir krakkana og menn voru líka látnir reyna sig i ýmsum leikjum sem tókst misvel, sem allir höfðu gaman af. ekki var hægt að kvarta undan veðrinu þó ekki væri alltaf sól en það var hlýtt og logn. Ráðskonan á bænum sagðist sjaldan hafa fengið eins rólegan hóp á svæðið og hvetur okkur til að koma aftur. Ég tók eftir því að fleiri drekka XO guðaveigar mér til mikillar gleði.Hérna er smá hluti af þeim myndum sem ég tók, tók góðan slatta. MHN