Við fórum á nokkrum jeppum til fjalla síðasta sunnudag. Logi og Haraldur á 44" Wagoneer, Albert og Hákon á 38" Jeep CJ-5, Þorkell á 44" Econoline og Óskar, Sigrún og Bella á 44" Patrol. Var haldið austur að Sólheimajökli og yfir Mýrdalsjökul að Mælifelli og áfram að skálanum Strút þar sem hádegisverður var snæddur, (skáli í eigu Útivistar). Þaðan var haldið til baka á Mýrdalsjökul og yfir á Fimmvörðuháls og vestur yfir Eyjafjallajökul og niður á þjóðveg um Hamragarðaheiði. Færi, skyggni og aðstæður voru allar hinar bestu. Hópurinn var síðan komin aftur í bæinn tæpum tólf tímum síðar eftir mjög góðan dag.


Ég setti ferilinn sem ekinn var inn á GPS skránna. Rétt að taka það fram að ferillinn lýsir liðnum atburð og er einungis til viðmiðunar.


Logi Ragnarsson tók myndirnar