Rottuðum okkur saman nokkrir og hittumst á Þingvöllum.
Fórum frá Þingvöllum, upp Kaldadal, uppá jökulinn frá Jaka, niður í Slunka og línuveginn fram hjá Skjaldbreið yfir á Kaldadal aftur og síðan á Þingvelli.
Færið var þungt á jöklinum, lítið grip, en gekk ágætlega samt. Einn eða tveir 35" bílar þurftu frá að hverfa.
Þeir bresku voru kannski ekki alltaf fremstir en þeir festu sig aldrei og voru duglegir við að losa hina.