Lögðum af stað úr bænum um kl 13.30 Bjarni og Ægir kóari og vorum komnir uppí Setur kl. 22.00. Færið var ágætt til að byrja með frá Kvíslaveituvegi (Sérstaklega í förunum eftir Lúther) en þyngdist fljótt og var mikill lausasnjór. Þegar við áttum eftir ca 4 km. í Setrið var færið orðið mjög þungt fyrir 38" og birtust þá Hlynur og Sindri á 44" og Ló-ló og varð það hópnum til happs, því líkur eru á að fáir hefðu haft sig í skála eftir að skollið var á norðan 33m/s. og mikill skafrenningur. 5 bílar höfðu sig ekki í Setrið um nóttina og var sofið í 4 þeirra. Fólki var bjargað úr einum bíl um nóttina, en hann var nokkur hundruð metra frá skálanum. Hinir bílarnir voru 1 - 3 km. frá Setrinu og veðrið var mjög slæmt. Laugardagur flott veður allir út að leika og sunnudagur -20° og flott veður. Fórum Kerlingarfjöll heim í fínu færi.