Fórum á þremur bílum úr RVK á þorrablót austurlandsdeildar í Kverkfjöllum helgina 25-26 Febrúar. Fórum á föstudegi inn í Jökulheima og áfram upp í Grímsvötn og gistum Þar. Á laugardeginum fórum við í Hveragil í bað, þaðan fórum við uppá Kverkfjöllin og niður Löngufönn og inn að skála. Eftir velheppnað þorrablót fórum við á tveimur bílum upp Dyngjujökul og upp í Grímsvötn, og síðan sömu leið til baka. Þeir sem voru í ferðinni voru Hilmar á 38" 4runner. Villi Venna á 44" Discovery. og Þorsteinn á 38" jeep. Síðan voru 80 manns á þorrablótinu og var þétt setið.