Hornfirðingar skelltu sér í ansi magnaða þorrablótsferð í Hólaskjól að Fjallabaki helgina 20-22 febrúar. Sumir fóru reyndar degi áður af stað yfir Stóra skaflinn (Vatnajökul) og stefndu á Grímsfjall. Það Voru Gulli og Laufey á 44" patrol og feðgarnir Einar björn og Viktor á 35" jimny. Gekk fínt hjá þeim á Grímsfjall en daginn eftir þegar halda átti niður á Breiðbak og í Hólaskjól þá brotnaði framöxull í Pattanum uppi á Grímsfjalli og vegna þungs færis þá sóttist þeim ferðin seint. Komust þó alla leið eftir ýmis ævintýri, td. dró Jimnyinn Pattann upp úr djúpri krapafestu og geri aðrir betur.!