Frábær ferð í góðum félagsskap.
Fórum á 4 bílum á Þingvöll, um Gjábakkaveg og upp að vörðu, þaðan norður í átt að Skjaldbreið. Þegar við komum upp í brekkur fjallsins að sunnanverðu, skall á 0 metra skyggni og erfitt færi. Ókum við því aftur niðureftir og í Tjaldfell þar sem einn úr hópnum hafði lyklavöld af einum skálanum og þar bauð ég upp á grillaðar dýrindis SS pulsur með öllu nema hráum..
Því næst fórum við norður í Slunkaríki en færið reyndis erfitt næst skálanum. En það hafðist þó.
Þá var skollin á þessi rosa blíða og var því brunað til baka og beint upp á Skjaldbreið og gekk það vel í það skiptið.
Sáum við til Litlunefndar á fjallinu, allir að leika sér.
Keyrðum svo til Þingvalla yfir Meyjarsætið.