Torfæran í Ístaks gryfjunum.

Eins og flestir vita, þá tók Ferðaklúbburinn 4x4, þátt í torfærunni með jeppamönnum að þessu sinni. Og var keppnin haldinn í námum Ístaks rétt ofan við Mosfellsbæ.
4x4 lagði til mannskap í sjoppu, gæslu, brautarverði, og fleira og fleira. Alla vega var þetta hin mesta skemmtan fyrir alla. Sól og blíða með ryki, jamm við fengum aðeins að smakka á rykinu. Sölusjoppan var fengin hjá skátunum og var Agnes verslunarstjórinn, með fullt af færu aðstoðarfólki. Sem er orðið svo mikið atvinnufólk í faginu eftir fjölda allan af fyrri uppákomum á undanförnum misserum, að það er ekki feimið við sölumennskuna. Þegar áhorfendur færðu sig með keppninni frá sölutjaldinu. Þá fóru þau bara út meðal áhorfenda og seldu þeim kók og prins og heyrði ég að bara í einni ferðinni hefði einn sölumaðurinn selt prins póló fyrir 6000 kall. Þannig að allir fóru áhorfendurnir heim saddir og sælir af pulsum prins og kóki.