Fórum frá Jökulheimum upp Tungnaárjökul með viðkomu á Pálsfjalli og á Grímsfjall. Þaðan var farið um Hermannaskarð og gist í Esjufjöllum. þaðan átti að fara sömu leið til baka en þar sem veður var slæmt er upp Hermannaskarð var komið var farið niður Breiðamerkurjökul. Þar var færið vægast sagt mjög slæmt eða réttara sagt kolófært þar sem miklar og djúpar vatnsrásir voru og sprungur. Einn bíllin lenti ofan í sprungu og tjónaðist allverulega.