Farið var af stað síðdegis á miðvikudegi og gist í Freysnesi. Snemma á fimmtudegi var haldið af stað upp Skálafellsjökul og frá Jöklaseli var haldið norður Vatnajökul til Snæfells. Skyggni var nánast ekkert þar til fór að halla undan fæti til norðurs og þar eftir var nánast sól, blíða og heiðskýrt. Hita fór mest í +18° á C við Snæfell. Gistum í Snæfellsskála og þaðan héldum við í Hveragil um Brúarjökul og þaðan í Sigurðarskála í Kverkfjöllum sem gist var einnig, í Grímsfjöll, í Jökulheima og í Hrauneyjar og heim. Drif brotnaði í einum bílnum þegar við einungis áttum um 200 metra eftir í Sigurðarskála og fyrir tilstylli Þórhalls ferðafrömuðar á Austurlandi fengum við nýtt drif varpað niður úr flugvél niður í Löngufönn ofarlega í Kverkjökli. Við afrekuðum að aka upp Kverkjökul og upp Löngufönn í Kverkfjöll. Tunguáin var okkur töluverður farartálmi þar sem hún var að ryðja sig og notuðum við töluverðan tíma þar við fundum tryggt vað yfir.