Ferðin hófst við Jöklasel og þaðan ókum við upp Skálafellsjökul áleiðis í Esjufjöll. Þaðan var stefnan tekin á Goðahnjúka en snúið frá vegna lélegs skyggnis og haldið beint í Snæfell. Frá Snæfelli var svo ekið daginn eftir í sól og blíðu á Goðahnjúka, þaðan í Kverkfjöll, niður Löngufönn í íshellinn og síðan í Sigurðarskála. Á sunnudeginum var aftur ekið upp Löngufönn stefnan tekin á Grímsvötn og svo var ekið á 110 km/klst í frábærasta færi sem um getur og stórkostlegu veðri beina leið í Grímsvötn. Eftir að hafa skoðað svæðið og borðað hádegismat héldum við að Pálsfjalli, þaðan á Hamarinn og síðan niður í Jökulheima. Vegurinn í fínu lagi þaðan niður í Hrauneyjar. FRÁBÆR FERÐ!!