Þessi mynd er tekin 18.1.03, og þá sýndi snjódýptarmælirinn ca. 60 cm. Hér sést vel hversu fölsk sú mæling er á þessum tíma því snjódýptarmælirinn, sem er þrífóturinn hægra megin, stendur í skafli sem hefur myndast út frá skúrnum við veðurstöðina.
Þetta er myndin sem snjódoktorinn vantaði á mánudagsfundinum í janúar.
Eins og sést á myndinni er þetta frekar þurr rifskafl sem samkvæmt snjódýptarmælingunum hefur fokið burt þann 20. því þá lækkar snjódýptin í 40 cm, sem er sennilega mun réttari mæling.