Að venju farið frá Select kl 9:00 að morgni með stefnu á Veiðivötn. Veðuspá lofaði allgóðu fyir daginn, vægu frosti og einhverri snjókomu. Þetta gekk eftir en í byrjun rigndi samt svo hálkulaust var á Hellisheiði. Hópurinn fór ekki allur sömu leiðina, flestir fóru veg 30 (malbikið) og lentu í slæmri hálku milli Búrfells og Hrauneyja, aðrir völdu veg 26 og síðan mölina en þar var hálkulaust. Síðan var farið frá Hrauneyjum til Veiðivatna og nesti borðað við skálana. Síðan ekið austan Fossvatna, og á Jökulheimaleið. Tókum gæðingana til kostanna í brekku fells nokkurs sem ég finn ekki nafn á en ólyginn sagði mér (gps tækið mitt) að í miðri brekku sé punktur N 64 10.253 og W 18 47.988. Síðan lá leiðin heimleiðis eftir góðan dag og nú var hálkulaust á malbikinu. Heima fyrir seinni hálfleik í handboltanum. Takk fyrir mig