Nú skal haldið í Setrið í vinnuferð, lagt var af stað seinnipart dags 22. ágúst.
Menn keyrðu hefðbundna leið sem var Klaksleið, þá var hleypt úr dekkjum og
fljótlega eftir það fór að skyggja og skall á svört þoka.
Við ákváðum að hafa Loga að fara fremstum þar sem hann hefur aldrei farið
þessa leið. Menn voru kjaftagleiðir í talstöðvarnar en eitthvað fannst stöðvunum
þetta of mikið svo að þær dóu út sem gerði það að verkum að við vorum
sambandslausir meiri part leiðar. Aður en við komum að Kisupotnum ákváðum
við að við yrðum á undan ég og Stebbi. Eitthvað var um villuslóa svo að við
hringsnerumst þarna í sandinum þar sem skyggnið var ekki gott.
En allt gekk að óskum þar til við komum að skálanum ( hér gleymdist að tala
um smáhlut sem gerðist í bænum) ég spyr Stebba hvort hann sé með lykla að
Setrinu og kvað hann svo vera svo ég ákvað að skilja mína eftir en þegar upp
í Setur er komið þá sagðist hann ekki vera með lyklana. Ég var sótrauður af
reiði og bölvaði honum í sand og ösku og fór yfir til Loga og kvartaði yfir svona
framkomu. En Stebbi fór inn í bíslagið og kallaði skyndilega á okkur og kvað ekki
allt vera með felldu og reyndist Stebbi vera með lykilinn og var þetta hrekkur gegn
mér. Tókum við þá eftir því að klósetthurðinni hafði verið sparkað upp og var
ónyt. þegar inn var komið tók ekki betra við ( Stebbi fór að huga að ljósavélinni,
en ég fór inn að skoða verksummerki).
Glugginn við kaffivélina var mölbrotinn og hafði verið sprengdur upp, lágu glerbrot
útum allt bæði á gólfi og á dynum á neðri kojum. Símtól var slitið í sundur,
reykskynjarar voru slegnir niður og í fremri baðstofu voru gardínur rifnar niður
matarleifar út um öll gólf og borð í meira lagi sóðaleg + brunablettur í bíslaginu
þar sem menn hafa verið að grilla á einnota grilli og þar af leiðandi skemmt gólfið.
Maggi gjaldkeri kom rétt eftir að við vorum búnir að koma ljósavélinni í gang og þrífa
mest allt upp. En hann lenti í því að talstöðin hans datt út líka.
Daginn eftir bættust fleiri í hópinn, Pétur ökukennari og Frosti og fjölskylda.
Var tekið til við að þrífa betur skálann og pússa og bera á gluggana að innan.
Menn voru ekki að flyta sér við verkin, voru hálfsvekktir yfir aðkomunni og
fengu svo nybakaðar pönnsur á staðnum í kaffinu og síðan var grillað um kvöldið
tvö læri sem kláruðust gjörsamlega. Voru menn í góðum fíling um kvöldið og
hugðust vakna og hlusta á leikinn næsta morgun. Eftir að leiknum var lokið var
tekið saman og lagt af stað heim. Ferðin gekk nokkuð vel fyrir utan það að bíllinn
hjá Pétri var að hrekkja hann. Fljótlega eftir að við vorum komnir upp úr Kisubotnum
var tekin pása og kom þá í ljós að köggullinn á afturdrifi hafði snúist upp. Var
tekið á það ráð að laga þetta sem tók smá tíma og Stebbi trúður var maður allt
í öllu og sauð þetta til bráðabirgða. Eftir þetta var afstaðið var haldið í Svínanes
tekin matarpása og síðan straujað í bæinn.
Að vísu fórum við fjórir bílar inn á Selfoss og gáfum skyrslu hjá lögreglunni þar
og létum þá hafa poka með ymsu sem innbrots?jófarnir höfðu skilið eftir sig.( Frosti bauð okkur í kaffi áður en við keirum á Hellisheiði
Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu. Myndir munu skyra sig sjálfar að mestu
leyti. ( texti kemur síðar undir myndir )
kv. MHN.....