Fórum frá Kára á Flúðum á fimm bílum, þ.e. ég og krakkarnir tvö, Kári, Gundur og Guðmundur Karl málari, Stefán Hólm og Carlos frá Litháen, Guðni Jón og ?. Allt gekk sinn vanagang þangað til að við vorum komnir yfir Kisu en þá barst neyðarkall frá seinni hópnum sem var ca. 30 mín. á eftir okkur. Alfreð "Alli spotti" pípari og ekill Barböru hafði brotið afturdrifið og eyðilagt drifskaptið á sínum fjallatrukk, LC60 ´85, og ekki hafði honum tekist að komast í framdrifið. Ég snéri því við og sótti Dúkkuna og gæludýrin. Í hópnum voru líka Einar Sólon og Maggi skálanefnd og fjölskylda. Vorum við komin uppeftir rúmlega eitt. Á Laugardag komu svo Bjarni og Eyþór úr Heimskum ásamt spússum og börnum og síðan Gísli friðarsinni "gþþ" og sonur. Fyrir var eitthvað fólk í skálanum sem ég hef ekki góð deili á, en þar á meðal var Guðmundur Geir, vona að mig minni rétt, sem er einn af þremur ökumönnum í Suðurskautsleiðangrinum.