.
Nýtt 02.09.2007
Vorum að loksins að fá varahlutasendingu frá USA sem við erum búnir að bíða eftir í margar vikur. Nú er allt komið á fullt í samsetningu og við stefnum að því að klára bílinn fyrir áramót. Fylgist með og skoðið nýjustu myndirnar......
.
Um Rósmund
Erum að gera upp Willys CJ6 árgerð 1968 sem ber nafnið Rósmundur. Bíllinn lenti í vatnstjóni á sprengisandsleið haustið 2005 og var ákveðið að gera hann upp frá grunni. Grind var sandblásin og galvaniseruð og skúffan soðinn upp og ryðbætt. Hásingar voru sandblásnar sem og stífur o.fl. o.fl. Ætlunin er að skipta um hverja einustu skrúfu/bolta og endurnýja alla slitfleti. Bíllinn er upphaflega smíðaður sem rallybíll/fjallabíll af Hjörleifi Hilmarssyni. Í bílnum var 350 GM strókaður í 383 sem er rétt tæplega 500 hp. í núverandi ástandi.
Bíllinn er nánast í frumeindum en byrjað er að raða saman hlutum á grindina og hásingarnar eru komnar undir. Mikill tími hefur farið í að spá og spekulera hvaða hluti eigi að velja í bílinn en nú er farið að sjá fyrir endann á því.
.
.
Sjálfskipting.
Í bílinn fer 350 sjálfskipting sem kemur nýsmíðuð frá USA og ræður vonandi við allan þennan hestaflafjölda. Ventlaboxið er manualt þannig að handskipt er á milli gíra.
.
Framhásing
Framhásingin sem er í bílnum kemur upphaflega úr Wagoner. Við ákváðuðm að nota hana en með þó nokkrum breytingum.
Við skiptum út gömlu Wagoner liðhúsunum og settum í staðinn Heavy Duty liðhús úr Chevy Blazer 1980+ (stóra Blazernum) Með þessum breytingum komum við fyrir stærri legustútum og þannig gríðaröflugum Moser öxlum með 6 gata deilingu.
Í framhásingunni (Dana 44) eru Moser custom Alloy 31 rillu öxlar sem eiga að þola 2000 hestöfl! Hlutfall 4.56. Keyptum nýtt bremsukerfi sem upphaflega er hannað fyrir stóra Blazerinn og inniheldur m.a. kælda bremsudiska og alvöru bremsudælur.
Gormarnir að framan og aftan eru framgormar úr Grand Cherokee V8 en koma frá sitt hvorum framleiðandanum. Að framan eru Ranco gormar en að aftan eru Trailmaster gormar.
.
Afturhásing
Í 9 tommu Ford afturhásinguna fór glænýr sérsmíðaður 9tommu Pro Street köggull úr hertu stáli frá Moser sem kom tilbúinn til ísetningar með Detroit Locker (No spin). Hlutfall 4.56. Húsið er sérstaklega styrkt. Þetta er alvöru !

Upplýsingar frá Moser:
Let our qualified staff set your complete center section up and give you the edge you need to compete in today's racing world. Our state-of-the-art center section comes standard with a 9inch Ford nodular iron case that is heat-treated and stress relieved before any machining is done. Also included, a Moser full spool, U.S. gears (Pro street and Competition available), Timken bearings, aluminum pinion supports, 1350 series pinion yoke, and professionally set-up and ready to bolt in. Let our expertise with set-ups increase your racing success.

Gömlu afturöxlarnir í bílnum voru 31 rillu frá Moser en nú eru að fara í hann 35 rillu custom made Alloy öxlar frá Moser sem eiga að þola allt að 2000 hestöfl ! Þeir gömlu voru öflugir en þessir eru hrikalegir !
Öxlarnir eru gerðir fyrir 6 gata felgur enda veitir ekki af fyrir þetta vélarafl !! Felguboltarnir eru 9/16 og með 10.9 herslu.
Öflug Y stífa (Range Rover) heldur afturhásingunni á sínum stað. Hliðarstýfurnar eru einnig ættaðar úr Range Rover.
Afturhásingin kemur upphaflega undan Bronco og var pakkdósalaus út við hjól. Komumst yfir pakkdósir úr yngri 9 tommu Ford hásingu og komum þeim fyrir að utanverðu við hjólalegurnar til þess að halda vatni frá þeim, auka smurningu og þar með endingu.
.
Millikassi
Það voru miklar pælingar fyrir millikassann í bílnum. Við hringdum út í jeppafyrirtækin í USA og þau bentu okkur öll á Atlas millikassana því þeir væru líklegir til að ráðið við aflið í bílnum. Þá var talað við Advance Adapters sem framleiða kassana og í samráði við þá var ákeðið að fara í Atlas II tveggja gíra með hlutfall 1:4,3. Þessi kassi er léttari en 4 gíra kassinn og þolir meira afl. Hann er smíðaður í 356-T6 hitameðhöndlaðu álhúsi og er synchro í honum þannig að það er hægt að skipta honum á ferð. Hægt er að skipta kassanum þannig að hann getur verið 2WD high, 4WD high, 2WD low, 4WD low, 2WD low að framan og 2WD low ad aftan. Það er einnig hægt að fá Atlas millikassa með hlutföllunum 1:10 en framleiðandinn taldi ólíklegra að hann réði við aflið í bílnum.
.
Vél.
Stefnt er að því að bílinn verði búinn kraftmestu jeppavél á Íslandi (í götuskráðum jeppa) eða u.þ.b. 100% kraftmeiri en Porsche Cayenne Turbo......... og það í bíl sem vegur aðeins rúmlega 1.300 kg. ! Hvaða vél er þetta..... ? Fylgist með hér á síðunni...... Skýrist vonandi á næstu dögum........!!