Næsta ferð Litlunefndar

Á fundi Litlunefndar var ákveðið að sameina skyldi október- og nóvemberferð Litlunefndar í ár. Ástæðurnar eru margþættar, en má þar helst nefna snjóleysi og hátt eldsneytisverð.

Þessi sameiginlega ferð verður hins vegar farinn laugardaginn 3. 17.nóvember næstkomandi og er stefnan sett á Hlöðufell og svæðið þar um kring. Ef aðstæður leyfa munum við fara upp hjá Miðdal, koma við í Brúarárskörðum og stefna á Hlöðufell. Þaðan verður svo farið niður að Geysi ef mögulegt er.

Að sjálfsögðu vonumst við eftir því að einhver snjór verði kominn á svæðið, af því að það er nú einu sinni uppáhaldið okkar. Ferðin verður auglýst nánar þegar nær dregur og munum við þá tilkynna upphafsdag skráningar.

Glöggir félagsmenn átta sig væntanlega á því að þessi dagsetning skarast við árshátíð ferðaklúbbsins, en stefnan verður sett á að vera komin í bæinn áður en hún byrjar.

Endilega takið daginn frá og fylgist með skráningu hérna á vefnum.

Bestu kveðjur, Litlanefndin

Skildu eftir svar