Næsti félagsfundur 12. janúar

Ferðaklúbburinn 4×4

Sælir ferða- og jeppaáhugamenn.

Fimmti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 12.janúar.
Á fundinum verður kynning frá Rögg um notkun gsm síma sem staðsetningu í neyð.
Litlanefndarferð, Þorrablótsferð, meira um Stórferð ásamt öðrum innanfélagsmálum
Að lokum verður video af eldri stórferð ef tími gefst til.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta.
Allir velkomnir.

Kveðja

Stjórnin