Nóvemberferð Ferðanefndar

Nóvemberferð Ferðanefndar verður laugardag-sunnudag 16.-17. nóvember.

Búið er að opna fyrir skráningu https://forms.gle/xs1spfXZ3dCUfsqz8.

Heildarfjöldi einstaklinga í ferðina er 50 manns.

Markmið ferðarinnar er að fara í Setrið, hálendisskála Ferðaklúbbsins 4×4. Lagt er af stað eigi síðar en kl. 9:00 frá Orkunni á Vesturlandsvegi (https://www.orkan.is/Orkustodvar/stod?stod=/vesturlandsvegur). Mæting fyrir hópstóra er kl. 8 og 8:30 fyrir aðra.

Ekki er búið að velja hvaða leið verður farin, en það má lesa um hefðbundar leiðir hér http://www.f4x4.is/skalar/setrid/leidir-ad-setrinu/.

Þessi ferð er opin fyrir breytta jeppa (stærri en 35″), en á þessum árstíma getur verið allra veðra von, athugið að skálinn er staðsettur langt inn í hálendinu.

Á opnu húsi klúbbsins (Síðumúla 31) miðvikudagskvöldin 6. og 13. nóvember verða fulltrúar frá Ferðanefnd á staðnum og svara spurningum.

Á laugardagskvöldinu verður sameiginleg máltíð að hætti klúbbsins (lambalæri og meðlæti), aðrar máltíðir þarf að taka með sér. Allar drykkjarvörur þarf að taka með sér.

Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 5000 kr. fyrir þátttakendur og þarf að að leggja þá upphæð inn á reikning klúbbsins (Kennitala 701089-1549, Reikningur 0133-26-014444) í síðasta lagi fimmtudaginn 14. nóvember. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.
Mjög mikilvægt er að muna eftir því að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is þegar greitt er.

Þegar fjöldi þátttakenda nær 50 þá lenda menn sjálfkrafa á biðlista.

Hægt er að fylgjast með skráningu hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/e/2PACX-1vTMqE3rp7uHwaX_011fPs25ekvGmJZVD9FjJZN953S1DLlt9MlIkFtoNhpRHHeT5PWEDl5455jb4YR1/pubhtml?gid=0&single=true