Nú skal reist.

Sælir félagar. Skálanefnd Seturs hefur nú lokið undirbúningi vegna byggingar neyðarskýlisins við Setrið og er stefnt að því að flytja allt efni uppeftir á föstudaginn og aflesta bílana. Gömlu olíutankarnir verða þá teknir í bæinn með öðrum bílnum en hinn verður eftir uppfrá og verður til aðstoðar þar sem hann er með krana. Hafist verður handa við að reisa á laugardagsmorguninn og er stefnt að því að klára að koma húsinu upp um helgina. Þrir af skálanefndarmönnum verða svo eftir út vikuna til að klára sem mest af því sem gera þarf og vonandi að það komsit sem lengst. Til að allt gangi upp um helgina þurfum við vinnufúsar hendur til aðstoðar og væri gott er menn gætu tilkynnt sig til vinnu þar sem sjá þarf fyrir matarinnkaupum fyrir mannskapinn. Okkur þætti miður ef ekki væri hægt að gefa mönnum að borða sem koma og ljá hendur. Einnig væri gott að vita ef einhverjir geta verið með okkur einhverja daga í vikunni.

Með vonu um góðar undirtektir.

Logi Már. Skálanefnd.

Skildu eftir svar