Nýliðaferðin verður laugardaginn 19. nóvember.
Markmið ferðarinnar er að fara í ferð þar sem þátttakendur geta upplifað náttúruna og ferðast um torfæra slóða og helst á snjó.
Á höfuðborgarsvæðinu er lagt af stað eigi síðar en kl. 9:00 frá Orkunni á Vesturlandsvegi (https://www.orkan.is/Orkustodvar/stod?stod=%2Fvesturlandsvegur). Hægt verður að sameinast hópnum á leiðinni (hafa samband við Ferðanefnd um mögulega staði).
Þessi ferð er fyrir breytta jeppa (dæmi um viðmið þá þarf Toyota Hilux að vera á 38″ dekkjum eða stærri). Sjá nánar glæru 4 hér https://bit.ly/3KMQ49d þar sem farið er yfir lágmarksbúnað.
Á opnu húsi klúbbsins (Síðumúla 31) miðvikudagskvöldið 16. nóvember verða fulltrúar frá Ferðanefnd á staðnum með kynningu og svara spurningum.
Þessi ferð er opin fyrir alla sem hafa farartæki sem uppfyllir lágmarskröfunar. Þeir sem eru í vafa geta haft samband við ferðanefnd.
Allir sem vilja taka þátt í þessari ferð, verða að skrá sig, hér er linkur á skráningarformið.