Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4×4

Nýliðaferð ferðaklúbbsins 4×4 er á næsta leiti.
Dagsetningar  4. til 5. Mars.

Ferðinni verður heitið í skála Ferðaklúbbsins 4×4, Setrið og verður lagt af stað frá Skeljungi á Vesturlandsvegi kl 09:00 að Laugardagsmorgni þar sem farið verður upp Sóleyjarhöfðann inn að Setri, um kvöldið er síðan grill og lagt af stað heimleiðis árla Sunnudags eftir tiltekt og verður ferðaplan eftir veðri og færi en leiðir sem eru í boði verða Sóleyjarhöfðinn, Klakkur og Kerlingafjöll. Það verður sæti fyrir 17 bíla og er hámark tveir í bíl. Hugsanlegt verður að víkja frá þeirri reglu um hámarksfjölda í bíl ef ekki næst að fullmanna ferðina en það þarf að gerast í samráði við fararstjóra.

Sjá nánar á spjallþræði um Nýliðaferðina.