Nýliðaferð Sindra

Skráning er hafin í Nýliðaferð Sindra og Ferðaklúbbsins 4×4 verður laugardag-sunnudag 11.-12. janúar.

Hægt er að skrá sig hér https://forms.gle/tb4aSTPMcpBUUafJ7

Heildarfjöldi einstaklinga í ferðina er 50 manns.

Markmið ferðarinnar er að fara í Setrið (http://www.f4x4.is/skalar/setrid/), hálendisskála Ferðaklúbbsins 4×4. Lagt er af stað eigi síðar en kl. 9:00 frá Orkunni á Vesturlandsvegi (https://www.orkan.is/Orkustodvar/stod?stod=%2Fvesturlandsvegur). Mæting fyrir hópstóra er kl. 8 og 8:30 fyrir aðra.

Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast betur fjallaferðum að vetri til, með í ferð verða reyndir fjallamenn frá klúbbnum sem munu leiðbeina þátttakendum og aðstoða eftir bestu getu. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum. Þátttakendur verða skipaðir í hópa og yfir hverjum hópi verður reyndur hópstjóri. Þeir sem óska sérstaklega að fá að vera í hóp með einhverjum þurfa að taka það fram í skráningu. Nýliðar hafa forgang, en jeppi flokkast undir nýliða ef bílstjóri eða kóari er nýliði. Við skráningu þarf að skrá reynslu bílstjóra og kóara.

Ekki er búið að velja hvaða leið verður farin, en það má lesa um hefðbundar leiðir hér http://www.f4x4.is/skalar/setrid/leidir-ad-setrinu/.

Á miðvikudagskvöldi 8. janúar verður sérstök nýliðakynning á opnu húsi Ferðaklúbbsins 4×4 í Síðumúla 31 kl. 20:00.

Til að taka þátt í ferðinni verður að vera á breyttum jeppa. Til viðmiðunar, þá er hægt að nota eftirfarandi töflu miðað við þyngd jeppa
35″ dekk, 1,5 -2 tonn
38″ dekk, 2-3 tonn
44″ dekk, 3-4 tonn
>44″ fyrir þyngri jeppa
Þeir sem eru í vafa um jeppa sína geta haft samband við okkur í Ferðanefnd á kynningunni eða opna húsinu, eins er hægt að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is

Á laugardagskvöldinu verður sameiginleg máltíð að hætti klúbbsins (lambalæri og meðlæti), aðrar máltíðir þarf að taka með sér. Allar drykkjarvörur þarf að taka með sér.

Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 5000 kr. fyrir þátttakendur og þarf að leggja þá upphæð inn á reikning klúbbsins (Kennitala 701089-1549, Reikningur 0133-26-014444) í síðasta lagi fimmtudaginn 9. janúar. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.
Mjög mikilvægt er að muna eftir því að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is þegar greitt er.

Þegar fjöldi þátttakenda nær 50 þá lenda menn sjálfkrafa á biðlista. Nýliðar hafa forgang og því gæti þurft að skipta út bílum ef þátttaka er mikil.

Við þökkum Sindra (https://sindri.is/) fyrir þeirra þátttöku og styrk við ferðina.
https://www.f4x4.is/wp-content/uploads/2019/12/Blaðaauglýsing_Sindri_DES_2019_255x380mm.pdf er linkur á jólatilboð Sindra