Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

Nýr vefur klúbbsins er kominn í loftið. Vefurinn hefur verið í þróun í haust og mikil vinna sem liggur að baki breytinganna. Vefnefnd vill þakka Netheimum (http://netheimur.is/) fyrir þeirra framlag, en þeir hafa unnið vefinn með okkur og hýsa vefinn fyrir okkur.

Nýji vefurinn byggir á nýjustu þróun í vefmiðlum og byggir á tilbúnum kubbum sem við púslum saman. Þetta er gert til að lágmarka kostnað og auðvelda viðhald.

Vefnefnd hefur miklar væntingar til þessa vefs og vonast til þess að hann komi til með að nýtast klúbbnum vel.

Margar nýjungar eru í vefnum. Búið er að tengja vefinn við greiðslugátt þannig að nú er hægt að bjóða upp á greiðslu í gegnum vefinn þegar við á. Viðmót notenda, nefnda og deilda er nú líkara viðmóti sem þekkist á samfélagsmiðlum (svo sem facebook). Margt fleira mætti telja fram.

Myndasafnið á eldra vefnum er ekki hægt að nota lengur, það mun verða aðgengilegt, en því miður verða allir að byrja með tómt myndasafn.

Til að skrá sig inn á vefinn, er smellt á “peðið” neðarlega, hægra megin í svarta rammanum efst á síðunni (sjá mynd). logga-inn

Ef lykilorð er týnt, þá er hægt að velja “Glatað Lykilorð?” á síðunni sem kemur upp eftir að búið er að prófa innskráningu (smella á peðið og síðan Innskráning). Til að geta endurheimt lykilorð þarf að vita annað hvort notendanafnið eða tölvupóstfang sem skráð er við notendanafnið. Ef ekki er vitað hvaða notendanafn eða tölvupóstfangið er notað, þá þarf að sækja aðstoð til Vefnefndar (vefnefnd@f4x4.is).

Kveðja,
Vefnefnd