Opið hús Fimmtudagskvöldið 14. Nóvember

Opið hús verður í kvöld, 14. Nóvember og hefst kl. 20:00 í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða (á milli bílasalanna og Ísaga).

Afmælisrit Ferðaklúbbsins 4×4 verður þar til sölu og eru þetta síðustu forvöð til að eignast ritið á sérstöku tilboðsverði.

Einnig verða könnur merktar Ferðaklúbbnum til sölu.

Heitt á könnunni og góður félagsskapur! Hvetjum alla til að líta við.