Öruggari ferðamennska á jeppum og vélsleðum.

Safetravel.is og Sjóvá bjóða jeppa- og vélsleðamönnum á fyrirlestra sem bera nafnið Öruggari ferðamennska á jeppum og vélsleðum. Farið er í helstu atriði sem geta farið úrskeiðis og hvað helst þarf að hafa í huga til að forðast óhöpp. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í Reykjavík fimmtudaginn 29. mars kl. 20:00 og verður í húsi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Sá seinni verður á Akureyri 2. apríl kl. 20:00 í húsi Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri. Hvetjum alla til að mæta og taka með sér gesti.

https://www.facebook.com/events/103878556411882/  – Reykjavík

https://www.facebook.com/events/255404041220902/  – Akureyri

Bestu kveðjur

Jónas Guðmundsson 

Verkefnastjóri Safetravel

Ferðamálafræðingur, BA

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Sími: 570-5910

Farsími: 897-1757

Skildu eftir svar