Stjórnun, umsjón og ábyrgð gagnvart klúbbum

1) Ferðanefnd, sem skipuð eru af stjórn í deildum klúbbsins, hefur yfirumsjón með öllum ferðum sem farnar eru í nafni klúbbsins og úthlutar leyfum til slíkra ferða. Ef ferðanefnd hefur ekki verið skipuð gegnir stjórn klúbbsins hennar hlutverki.

2) Aðeins einn aðili er forsvarsmaður ferðar og ábyrgur fyrir uppgjöri hennar.

3) Allar greiðslur vegna skráningagjalda skulu fara inn á reikning klúbbsins ekki er heimilt að taka við greiðslum á einka reikning.

4) Áður en ferð er samþykkt skal leggja fram kostnaðaráætlun fyrir ferðina sem samþykkt er að viðkomandi stjórn.

5) Ferðir skulu að jafnaði standa undir sér fjárhagslega og vera innan kostnaðaráætlunar.

6) Fararstjóra er heimilt að fá til liðs við sig aðstoðarmen sem farþega í eigin bíl og að auki 2 aðstoðarmenn á einum bíl fyrir hverja 10 bíla sem skrá sig í ferðina.

7) Fararstjórum er heimilt að reikna kostnað vegna sameiginlegs matar og skálagistingu starfsmanna ferðarinnar inn í ferðakostnað og bera þá ekki sjálfir kostnað af nefndum liðum. Ekki er um aðrar greiðslur að ræða til fararstjóra.

8) Ekki er heimilt að veita áfengi í ferðum á vegum klúbbsins nema með sérstöku samþykki stjórnar.

9) Ferðir eru farnar á vegum klúbbsins en hver og einn ferðast á eigin ábyrgð og er fararstjórum skylt að kynna reglur um þátttöku í ferðum fyrir þátttakendum. Sjá ferðareglur þátttakenda.

10) Ferðir skulu vera opnar öllum félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4.

11) Ferðir skulu auglýstar í miðlum Ferðaklúbbsins, þ.m.t á heimasíðuni

12) Fararstjóra ber að skila uppgjöri í lok ferðar á stöðluðu eyðublaði og skal það hafa borist stjórn klúbbsinns í síðasta lagi 14 dögum frá ferðalokum.

13) Hagnaður af ferðum rennur til þeirrar deildar Ferðaklúbbsins 4×4, sem ákvað ferðina.

14) Ferðanefnd Ferðaklúbbsins hefur úrskurðavald í deilum sem upp kunna að koma vegna ferða. Ef ferðanefnd er ekki til staðar gegnir stjórn klúbbsins hennar hlutverki.

15) Ferðanefnd tekur ákvörðun um dekkja stærðir og setur útbúnaðarkröfur í hverri einstakri ferð fyrir sig.

16) Ef alvarlegt slys verður í ferðum á vegum klúbbsins, skal upplýsa stjórn klúbbsins svo fljótt sem auðið er um stöðu mála og mun hún aðstoða einsog þeim er unnt, þó er áréttað að allir fara í ferðir á vegum klúbbsins á eigin ábyrgð.

17) Fararstjórar eru ábyrgir fyrir frágangi skála við brottför ásamt skráningu og tilkynningu um tjón og tjónsvald ef óhöpp verða.

18) Fararstjóra ber að sjá til þess að skálareglur séu virtar í ferðum á vegum klúbbsins.

19) Fararstjóra ber skylda til þess að sýna ýtrustu varúð í umgengni við náttúru landsins og gæta þess að valda ekki spjöllum á henni með
utanvega akstri, eða leiðarvali sínu.

Skráning og greiðslur

20) Skráning hefst á auglýstum tíma og er heimilt að taka við skráningu í síma, á netfang og á vefsíðu klúbbsins.

21) Skráningarlisti þátttakenda í ferðum á vegum klúbbsins á að liggja fyrir fyrir brottför.

22) Ferðanefnd er heimilt að krefjast þess að staðfestingargjald verði greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óendurkræft nema ferðin sé felld niður.

23) Sé staðfestingargjald ekki greitt innan fyrirfram ákveðins tíma telst skráningin ógild og telst þátttakandi hættur við þátttöku.

24) Verði hagnaður af ferðinni getur fararstjóri tekið ákvörðun um að endurgreiða staðfestingargjald til þeirra sem greiddu gjaldið en urðu að falla frá þátttöku í ferðinni.

25) Óheimilt er að nýta ferðasjóðinn til áfengiskaupa nema með samþykki stjórnar.

Sérákvæði um nýliðaferðir.

Almennar ferðareglur gilda um nýliðaferðir, en sérákvæði þessi gilda þeim til viðbótar.

A) Nýliðaferðir eru farnar snemma veturs.

Fararstjóra er heimilt að ráða sér aðstoðarmenn við ferðina. Fjöldi þeirra skal þó ekki vera fleiri en það að ekki færri en 5 bílar þátttakenda séu á móti hverjum bíl starfsmanna.

B) Nýliðar eiga forgang í nýliðaferðir og ræður þar félagsnúmer, hærra númer hefur forgang yfir lægra númer.

C) Reyndir félagsmenn hafa ekki þátttökurétt í Nýliðaferðir nema ljóst sé að þátttaka nýliða fylli ekki ferðina

D) Ákvörðun um fjölda Nýliðaferða tekur stjórn hverrar deildar Ferðaklúbbsins 4×4.

Sérákvæði um stikuferðir, landgræðsluferðir og viðhaldsferðir í skála.

A) Heimilt er að halda eina grillveislu í ferðinni á kostnað klúbbsins

25.febrúar 2015
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4

PDF útgáfa af skjalinu fyrir 2015 Ferðareglur_skipuleggjendur