Sælir félagar og gleðilegt ár.
Fyrsti fundur ársins í Reykjavík verður mánudaginn 10. janúar 2022 (fyrsti mánudagur eftir þrettándann).
Dagskrá er:
- Innanfélagsmál en þar verður meðal annars sagt frá fyrirhuguðum ferðum á næstunni eins og Þorrablótsferð, Bingóferð og Kvennaferð.
- Stórferð 2022 sem farin verður í Skagafjörð. Sveinbjörn segir frá ferðinni og opnar fyrir skráningu.
- Tækninefnd verður með erindi um reglur um ljósabúnað
- Bílakynning. Kynntur verður magnaður Jeep sem Magnús Blöndahl Kjartansson hefur nýlokið við að smíða og er að prufa þessa dagana.
Vegna sóttvarnar takmarkana er fundurinn fjarfundur.
Linkur á fundinn er https://youtu.be/gCY6m_b4xxY
kveðja
Stjórnin.